[sam_zone id=1]

Erla Rán til Aftureldingar

Erla Rán Eiríksdóttir hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Erla Rán er mikill reynslubolti og hefur spilað blak frá unga aldri og lengst af með Þrótti Neskaupstað. Erla Rán hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum á öllum aldursstigum.
Erla Rán spilaði síðast með liði Álftaness en kemur nú til baka í blakið eftir að árs fjarveru vegna barneignar.

Það er ljóst að þetta er mikill liðstyrkur fyrir Aftureldingu og ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili.