[sam_zone id=1]

Endurskoðun á Öldungamótinu

Mótahald Steinaldar, sem frestað var fram í september, er í endurskoðun hjá mótshöldurum og BLÍ.

Öldungamótið sem átti að fara fram nú í vor var frestað fram í september þessa árs en nú er endurskoðun þeirrar ákvörðunar í fullum gangi. Aðstæður eru breytilegar og því þarf að endurskoða málið frekar og miða við nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Mótshaldarar, stjórn og starfsmenn BLÍ sem og Öldungaráð skoða nú málið að nýju og má búast við því að nokkurn tíma muni taka að fá fram niðurstöðu í þessu umfangsmikla máli.