[sam_zone id=1]

EM kvenna: Finnland með sögulegan sigur í gær

Finnska liðið tók á móti því franska í gær og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Þær sigruðu leikinn og var sigurinn einnig merkilegur fyrir þær sakir að þetta er fyrsti sigur liðsins í 42 ár á evrópumóti, en síðasti sigur kom á Evrópumótinu árið 1977.

A-riðill

Finnland og Búlgaría sigruðu sína leiki í gær og setja Frakkland í slæma stöðu á botni riðilsins. Finnland mætir svo Búlgaríu í lokaleik liðanna á mótinu og er það líklega úrslitaleikur um hvort liðið nær fjórða sæti riðilsins.

Finnland-Frakkland 3-1 (25-21, 25-14, 22-25, 25-18)
Stigahæstar: Salla Karhu Finnland 19 stig, Léandra Olinga-Andela Frakkland 11 stig

Grikkland-Búlgaría 0-3 (22-25, 17-25, 17-25)
Stigahæstar: Anthi Vasilantonaki Grikkland 19 stig, Miroslava Paskova Búlgaría 13 stig

B-riðill

Ítalía heldur áfram að sína yfirburði sína í þessum riðli en þær hafa enn ekki tapað hrinu í þessu móti.

Portúgal-Belgía 1-3 (13-25, 26-24, 20-25, 11-25)
Stigahæstar: Britt Herbots Belgía 25 stig, Julia Kavalenka Portúgal 15 stig

Ítalía-Slóvenía 3-0 (27-25, 25-8, 25-17)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 16 stig, Iza Mlakar Slóvenía 12 stig

C-riðill

Hér er Holland eins og Ítalía enn taplaust á mótinu, Króatía unnu síðan sterkan sigur á Rúmeníu og eru því nánast búnar að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitinn.

Holland-Eistland 3-0 (25-18, 25-12, 25-10)
Stigahæstar: Nika Daalderop Holland 18 stig, Eliise Hollas Eistland 7 stig

Rúmenía-Króatía 1-3 (21-25, 25-23, 18-25, 22-25)
Stigahæstar: Ioana Baciu Rúmenía 24 stig, Lucija Mlinar Króatía 22 stig

Riðill D

Í D-riðlinum unnu Þýskaland góðan sigur á heimakonum í Slóvakíu í hörkuleik. Þýskaland eru því í góðri stöðu í riðlinum og þurfa einungis að sigra Hvít-Rússa í dag til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum.

Spánn-Sviss 3-2 (22-25, 21-25, 26-24, 25-22, 15-13)
Stigahæstar: Jessica Rivero Spánn 28 stig, Maja Storck Sviss 26 stig

Þýskaland-Slóvakía 3-1 (25-22, 26-28, 25-18, 25-21)
Stigahæstar: Jennifer Geerties Þýskaland 21 stig, Maria Kostelanska Slóvakía 13 stig

Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.