[sam_zone id=1]

Dregið í Kjörísbikarnum

Á blaðamannafundi BLÍ í dag var dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikarsins.

Einungis átta lið voru eftir og því var tímabært að draga í 8-liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna. Liðin í pottinum voru eftirfarandi :

Kvennaflokkur

Afturelding – Álftanes – HK – KA – Þróttur Nes – Þróttur Reykjavík – Fylkir – KA Krákur

Karlaflokkur

Afturelding – Álftanes – HK – KA – Þróttur Nes – Vestri – Hamar – Þróttur Vogum

Kvennalið Fylkis leikur í Benecta-deildinni og þá leika KA Krákur í 5. deild Íslandsmótsins. Þær unnu lið Völsungs í síðustu umferð og eru því komnar alla leið í 8-liða úrslitin. Karlalið Hamars og Þróttar Vogum leika í Benecta-deildinni en önnur lið leika í Mizunodeildinni.

Leikirnir í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins munu fara fram dagana 19.-26. febrúar og úrslitahelgin fer svo fram dagana 12.-15. mars þar sem leikið verður frá fimmtudegi til sunnudags.

8-liða úrslitin

Kvennaflokkur

Álftanes – HK

Afturelding – KA

KA Krákur – Þróttur Reykjavík

Fylkir – Þróttur Neskaupstað

Karlaflokkur

HK – KA

Hamar – Álftanes

Þróttur Neskaupstað – Vestri

Þróttur Vogum – Afturelding