[sam_zone id=1]

Dregið í Kjörísbikarnum

Á fjarfundi BLÍ í hádeginu var dregið í fyrstu umferð og 8-liða úrslit Kjörísbikarsins.

Tiltölulega fá lið voru skráð til leiks í Kjörísbikarnum þetta tímabilið en þau koma einungis úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Bæði karla- og kvennamegin voru liðin 9 talsins. Fyrsta umferð er því einungis einn leikur þar sem að sigurvegari kemst í 8-liða úrslitin. Að þessu sinni er lítið um stórleiki í 8-liða úrslitunum en helst mætti nefna leik Aftureldingar og KA í karlaflokki. Það getur þó allt gerst í bikarkeppni og það verður spennandi að sjá liðin aftur á vellinum eftir langa pásu.

Ljóst er að 8-liða úrslitin fara fram dagana 3.- 7. mars og úrslitahelgin sjálf verður svo viku seinna, dagana 11.- 14. mars.

Kjörísbikar kvenna

Fyrsta umferð

BF – Fylkir

8-liða úrslit

HK – Þróttur Reykjavík

BF/Fylkir – Afturelding

Völsungur – Álftanes

KA – Þróttur Nes

Kjörísbikar karla

Fyrsta umferð

Hamar – Þróttur Nes

8-liða úrslit

Fylkir – Vestri

HK – Þróttur Vogum

Álftanes – Hamar/Þróttur Nes

Afturelding – KA