[sam_zone id=1]
  • Frá síðustu helgi hafa 28 stelpur verið við æfingar á Ítalíu en stelpurnar tóku þátt í æfingamótum sem fóru fram í borgunum Sirolo, Numana og Camerango. Daniele Capriotti, Lorenzo Ciancio, Erla Bjarný Jónsdóttir og Ásta Sigrún Gylfadóttir stjórna hópunum en keppt var í U15, U17 og svo opnum flokki....

  • Við tókum Stefán Jóhanesson formann landsliðsnefndar Blaksambandsins í smá spjall um árangur kvennalandsliðsins og um framhald liðsins. Hvaða þýðingu hefur þessi sigur kvennalandsliðsins um helgina fyrir blakhreyfinguna á Íslandi ? Þetta hefur ótrúlega mikla þýðingu. Í fyrsta lagi auðvitað að sjá árangur erfiðisins skila sér....

  • Íslenska kvennalandsliðið er þessa stundina statt í Frankfurt og bíða þær eftir flugi heim til Íslands. Íslenska kvennalandsliðið lauk í gær keppni í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fór fram í Lúxemborg um helgina en eins og frægt er orðið þá unnu stelpurnar gull á mótinu....

  • Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í gær gullverðlaun á Evrópumeistaramóti Smáþjóða sem haldið var í Lúxemborg. Ísland vann þó fleiri verðlaun á mótinu því tveir leikmenn liðsins voru í draumaliði mótsins. Fyrir verðlaunaafhendingu var draumalið mótsins tilkynnt og þar átti íslenska liðið tvo fulltrúa. Jóna Guðlaug...

  • Ísland lék í dag lokaleik sinn í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fram fór í Lúxemborg. Leikurinn í dag var af stærri gerðinni enda gullverðlaun í húfi þegar Ísland mætti Kýpur í lokaleik liðana á mótinu. Ísland byrjaði leikinn að miklum krafti og var strax komið...

  • Ísland spilar í dag sinn síðasta leik í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fer fram í Lúxemborga en Ísland spilar gegn Kýpur í leik um gullið. Íslenska liðið byrjaði mótið illa þegar það tapaði gegn skotum 3-1 en íslensku stelpurnar náðu sér aldrei í gang. Það...

  • Ísland mætti í dag Lúxemborg í öðrum leik sínum í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fer fram núna um helgina í Lúxemborg. Ísland hafði byrjað daginn á því að mæta Færeyjum og fór sá leikur 3-0 fyrir Ísland, það var því komið að seinni leik dagsins...

  • Ísland lék í dag sinn annan leik í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fer fram um helgina í Lúxemborg þegar liðið mætti Færeyjum. Ísland lék í gær gegn skotum og tapaði þeim leik 3-1 sem verður að teljast nokkur vonbrigði. Ísland var því komið í smá...

  • Ísland lék í dag sinn fyrsta leik í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fer fram í Lúxemborg um helgina. Ísland mætti í dag Skotlandi í sínum fyrsta leik, Ísland og Skotland voru einnig saman í riðli í undankeppninni og þar hafði Ísland betur 3-0. Þessi lið...

  • Elísabet Einarsdóttir leikmaður Lugano Volley verður ekki með Íslandi á úrslitum Evrópumóts Smáþjóða sem fer fram núna um helgina í Lúxemborg vegna veikinda. Elísabet sem er ein af sterkustu leikmönnum liðsins þurfti að gangast undir aðgerð í morgun eftir að kom í ljós að hún...

Loading...