[sam_zone id=1]

Búið að fresta eða aflýsa flestum blakdeildum í Evrópu

Síðustu daga hafa blaksambönd víða um evrópu tekið þá ákvörðun að fresta eða aflýsa öllum blakleikjum vegna COVID-19 veirunnar.

Það eru því nokkrir íslendingar komnir í frí frá blaki í bili, en eins og við greindum frá fyrr í vikunni eru Ævarr og aðrir blakarar í Danmörku búnir að ljúka sínu tímabili.
Í gær tók svo Noregur þá ákvörðun um að fresta úrslitakeppninni þar í landi og því ljóst að leikir helgarinnar sem Máni og Kristján með liði Tromsø áttu að spila fara ekki fram.

Seint í gær tók svo franska blaksambandið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum fram yfir 4. apríl hið minnsta og er því ljóst að Hafsteinn og félagar hans í Calais leika ekki næstu vikurnar hið minnsta.
Einnig er búið að fresta úrslitakeppninni í Svíþjóð til loka apríl og er Jóna Guðlaug því einnig kominn í frí eins og flestir íþróttamenn í evrópu.

Það er einnig ljóst að meistaradeild evrópu kemur til með að riðlast eitthvað þar sem mikið af ítölskum liðum er með í keppninni. CEV hefur ákveðið að fresta öllum evrópuleikjum fram yfir 3. apríl hið minnsta. Það er því ljóst að það verður lítið um blak framundan næsta mánuðinn hið minnsta.