[sam_zone id=1]

Breytingar í efstu deildunum

Baksamband Íslands birti í dag þau lið sem hafa staðfest þátttöku sína í efstu deild á næsta tímabili.

Fjölgun er í úrvalsdeild kvenna þar sem lið Völsungs bætist við deildina. Liðin kvennamegin eru því orðin sjö talsins í efstu deild. Úrvalsdeildarliðum karla fækkar um eitt en Álftanes stefnir ekki á þátttöku. Lið Þróttar Vogum og Fylkis halda hins vegar áfram eftir að hafa komið inn í deildina á síðasta tímabili. Þá verður aftur leikið í 1. deild karla en hún féll niður síðasta tímabil eftir miklar tilfærslur liða sem áður voru í deildinni.

Blaksambandið stefnir að því að gefa út deildarniðurröðun neðri deilda á morgun, föstudag.

Úrvalsdeild kvenna 1. deild kvenna
Afturelding Afturelding B
Álftanes Álftanes B
HK BF
KA Fylkir
Þróttur Fjarðabyggð HK B
Þróttur Reykjavík Ýmir
Völsungur
Úrvalsdeild karla 1. deild karla
Afturelding BF
Fylkir Hamar B
Hamar HK B
HK KA B
KA Völsungur
Þróttur Fjarðarbyggð
Þróttur Vogum
Vestri