[sam_zone id=1]

Borja og Valal ekki áfram með Þrótti Nes

Breytingar eru væntanlegar í Neskaupstað en þjálfarar beggja meistaraflokka yfirgefa félagið í vor.

Blakdeild Þróttar Neskaupstað gaf í kvöld út tilkynningu þar sem fram kom að leikmenn og þjálfarar meistaraflokka félagsins muni ekki halda áfram hjá félaginu. Hjónin Borja Gonzalez og Ana Maria Vidal, eða Valal eins og hún er oft kölluð, hafa þjálfað meistaraflokka Þróttar undanfarin 4 ár og leikið með liðunum meðfram því.

Borja hefur verið aðaluppspilari karlaliðsins síðan hann kom til Neskaupstaðar og þjálfað kvennaliðið sem vann til að mynda þrennuna á síðasta ári. Valal leikur einnig sem uppspilari en er fjölhæf og hefur einnig leyst aðrar stöður af. Hún þjálfaði karlalið Þróttar en þau hjón aðstoðuðu hvort annað við þjálfun beggja flokka.

Eins og alltaf er nóg af efnilegum leikmönnum í Neskaupstað og verður spennandi að sjá hvað tekur við hjá Þrótturum. Félagið hefur nú þegar hafið leit að nýjum þjálfurum en Borja og Valal munu einnig standa í ströngu næstu vikur þar sem að þau sinna landsliðsverkefnum í maí.