[sam_zone id=1]

Borja Gonzales Vincente tekur við karlaliði Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar hefur gefið frá sér tilkynningu varðandi þjálfarabreytingar hjá karlaliði félagsins.

“Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum fyrir næsta vetur.  Stjórn meistaraflokksráðs blakdeildar Aftureldingar og Piotr Kempisty hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Piotr heldur áfram að þjálfa yngri flokka félagsins eins og hann hefur gert s.l. 4 ár en hann hefur séð um grunnþjálfun í 4.flokk og yngri með góðum árangri.  Piotr hefur verið hjá félaginu síðan haustið 2016 og  þjálfað meistaraflokk karla síðan haustið 2017.   Meistaraflokksráð Blakdeildar Aftureldingar þakkar honum kærlega fyrir samstarfið og hans mikilvæga þátt í uppbyggingu  á meistaraflokki karla í blakdeild Aftureldingar. 

Við karlaliðinu taka Borja Gonzales Vincente  og Ana Maria Vidal.Bouza.   Borja mun verða aðalþjálfari liðsins og Valal verður aðstoðarþjálfari og einnig mun hún sjá um alla styrktarþjálfun leikmanna.  Ásamt því að þjálfa karlaliðið þá þjálfa þau meistaraflokk kvenna og 2.flokk kvenna hjá félaginu.”