[sam_zone id=1]

BLÍ birtir Mizunolið tímabilsins 2019/20

BLÍ hefur birt lið tímabilsins 2019/20 í Mizunodeildum karla og kvenna.

BLÍ birti í dag lið tímabilsins í Mizunodeildunum sem og bestu og efnilegustu leikmenn tímabilsins. Fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar koma að kosningunni. Þá var dómari ársins einnig valinn en Sævar Már Guðmundsson er dómari ársins í ellefta sinn.

Mizunodeild kvenna

Kantar: María Rún Karlsdóttir (Afturelding) og Helena Kristín Gunnarsdóttir (KA)
Miðjur: Cristina Ferreira (Þróttur R) og Sara Ósk Stefánsdóttir (HK)
Uppspilari: Jóna Margrét Arnarsdóttir (KA)
Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)
Frelsingi: Kristina Apostolova (Afturelding)
Þjálfari: Ingólfur Hilmar Guðjónsson (Þróttur R)

Efnilegasti leikmaður Mizunodeildar kvenna er Jóna Margrét Arnarsdóttir og besti leikmaðurinn er Helena Kristín Gunnarsdóttir, báðar frá KA.

Mizunodeild karla

Kantar: Jesus M. Montero Romero (Þróttur Nes) og Mateusz Klóska (Vestri)
Miðjur: Mason Casner (Álftanes) og Galdur Máni Davíðsson (Þróttur Nes)
Uppspilari: Lúðvík Már Matthíasson (HK)
Díó: Miguel Mateo Castrillo (KA)
Frelsingi: Arnar Birkir Björnsson (HK)
Þjálfari: Raul Rocha (Þróttur Nes)

Mizunolið karla 2019/20

Efnilegasti leikmaður Mizunodeildar karla er Elvar Örn Halldórsson og besti leikmaðurinn er Lúðvík Már Matthíasson, báðir frá HK.

Dómari ársins er Sævar Már Guðmundsson.