[sam_zone id=1]

Blakmaður ársins 2019 : Ævarr Freyr Birgisson

BLÍ útnefndi í dag blakfólk ársins 2019 og er Ævarr Freyr Birgisson blakmaður ársins.

Ævarr Freyr Birgisson er kantsmassari og leikur með liði Marienlyst í efstu deild Danmerkur. Liðið er meðal þeirra sigursælustu í Danmörku og hefur Ævarr ýmist leyst stöðu kantsmassara eða frelsingja, enda mjög fjölhæfur leikmaður.

Á síðasta tímabili fékk lið Marienlyst silfurverðlaun í deildinni, komst í undanúrslit bikarkeppninnar og náði í brons í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi tímabili er liðið í 4. sæti deildarinnar og er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.

Ævarr var öflugur með Íslandi á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem að hann var byrjunarliðsmaður.