[sam_zone id=1]

Blakkona ársins 2019 : Helena Kristín Gunnarsdóttir

BLÍ útnefndi í dag blakfólk ársins 2019 og er Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona ársins.

Helena Kristín Gunnarsdóttir er kantsmassari og leikur með liði KA þar sem hún er einn af burðarstólpum liðsins. Hún lék stóran þátt í því að KA vann alla þrjá titla síðasta tímabils en það var í fyrsta skipti sem KA vinnur þrennuna í kvennaflokki.

Helena var fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar og einnig sú fjórða stigahæsta úr uppgjöf. Á yfirstandandi tímabili er lið KA á toppi Mizunodeildar kvenna og er líklegt til afreka. Helena Kristín lék stórt hlutverk með liði Íslands á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem að liðið vann til bronsverðlauna.