[sam_zone id=1]

Blakdeild KA semur við André Collin

Karlalið KA hefur fengið góðan liðsstyrk en André Collin hefur skrifað undir samning hjá félaginu og mun bæði leika með liðinu sem og koma að þjálfun karla- og kvennaliðs KA. Collin sem er 41 árs og 1,94 metrar á hæð er reynslumikill leikmaður og hefur verið gríðarlega sigursæll bæði á Spáni og í Brasilíu.

“Undanfarin ár hefur hann farið mikinn í þjálfun og hefur unnið alla helstu titlana á Spáni. Það er ekki nokkur spurning að koma hans til KA mun hjálpa okkur að gera gott starf okkar enn betra auk þess sem hann mun láta til sín taka á vellinum.Við bjóðum Collin velkominn í KA og verður gaman að fylgjast með hans starfi á komandi vetri.”

Frétt tekin af heimasíðu KA