[sam_zone id=1]

Bjarki og Davíð einnig til liðs við HK

Hristiyan Dimitrov bættist við hópinn hjá karlaliði HK í sumar og tveir aðrir leikmenn snúa aftur til liðsins eftir stutta fjarveru.

Bjarki Benediktsson og Davíð Freyr Eiríksson munu leika með HK þetta tímabilið en báðir hafa þeir verið hjá HK áður. Bjarki lék með HK í þrjú tímabil áður en hann hélt til Fylkis fyrir síðasta tímabil en Davíð lék með yngri flokkum HK og var með Álftnesingum í Mizunodeildinni á síðasta tímabili.

Bjarki leikur sem díó en Davíð er miðjumaður og koma þeir til með að gera hópinn hjá HK enn sterkari og breiðari. Þá tekur HK einnig þátt í 1. deild sem HK B og veitir ekki af fleiri leikmönnum í fjölmarga leiki vetrarins.