[sam_zone id=1]

Bjarki Benediktsson í Fylki

Landsliðsmaðurinn Bjarki Benediktsson hefur gengið til liðs við Fylki og mun hann spila með liðinu í Mizunodeild karla í vetur.

Bjarki kemur til Fylkis frá HK en Bjarki hefur verið í herbúðum HK frá haustinu 2017 og vann Meistarakeppni BLÍ með liðinu. Þá hefur Bjarki spilað rúma 10 A-landsleiki fyrir Ísland auk fjölda leikja með unglingalandsliðum Íslands. Bjarki leikur helst sem díó en spilaði einnig stöðu kants á síðasta tímabili.

Bjarki kemur vafalaust til með að styrkja lið Fylkis í vetur en lið Fylkis er komið aftur í efstu deild karla eftir nokkurra ára hlé.