[sam_zone id=1]

Annar sigur og úrslitaleikur á morgun

Íslensku stelpurnar léku aftur á Laugarvatni í dag þegar þær mættu Möltu í öðrum leik sínum af þremur þessa helgina.

Kvennalið Íslands í flokki U-19 lék hélt sigurgöngu sinni áfram í dag þegar annar leikur liðsins á Smáþjóðamótinu á Laugarvatni fór fram. Ísland mætti Möltu og vann sannfærandi 3-0 sigur (25-12, 25-15, 25-10). Ísland vann Gíbraltar einnig 3-0 í gær og því hefur liðið unnið báða leiki sína til þessa og haft mikla yfirburði í báðum leikjum.

Klukkan 17:00 hefst seinni leikur dagsins þegar Færeyjar mæta Gíbraltar en allar líkur eru á sigri færeyska liðsins í þeim leik. Gangi það eftir verður hreinn úrslitaleikur á morgun þegar Ísland mætir Færeyjum klukkan 17:00.