[sam_zone id=1]

Ana Maria Valal Vidal Bouza og Borja González Vicente framlengja við Þrótt Neskaupstað

Hjónin Ana Maria Valal Vidal Bouza og Borja González Vicente hafa ákveðið að framlengja samning sínum við Þrótt Nes um eitt ár.

Ana Maria og Borja hafa þjálfað Þrótt Nes undanfarin ár og náð frábærum árangri en kvennalið Þróttar varð þrefaldur meistari á tímabilinu en Þróttur sigraði Aftureldingu 3-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Þau gera eins árs framlengingu með möguleika á ári til viðbótar og er nokkuð ljóst að þetta eru gífurlega góðar fréttir fyrir Þrótt Nes.