[sam_zone id=1]

Álftanes vann sinn fyrsta sigur

Álftanes tók á móti Þrótti Vogum í seinni leik Mizunodeildar karla í dag.

Í seinni leik dagsins hjá körlunum voru það Álftnesingar og Þróttarar úr Vogum sem mættust en bæði lið leituðu að fyrsta sigri sínum. Alexander Stefánsson og Kolbeinn Tumi Baldursson voru mættir í byrjunarlið Álftnesinga og hjá Þrótti Vogum spilaði Piotr Kempisty sem smassari eftir að hafa byrjað tímabilið sem uppspilari liðsins.

Álftnesingar byrjuðu vel og unnu fyrstu hrinu nokkuð sannfærandi, 25-18, en önnur hrinan var hins vegar æsispennandi. Þróttarar höfðu forystuna lengst af en undir lokin var Álftanes sterkara liðið og komst 2-0 yfir með því að vinna hrinuna 29-27. Þriðja hrina leiksins var nokkuð jöfn en Álftnesingar leiddu þó naumlega alla hrinuna. Þeir unnu hana að lokum 25-21 og tryggðu sér þar með 3-0 sigur og fyrstu stig sín á þessu tímabili.

Tölfræði úr leiknum hefur ekki borist.