[sam_zone id=1]

Alexander Stefánsson í Álftanes – Ingólfur tekur við þjálfun

Álftnesingar hafa gert breytingar á þjálfarateymi sínu en Sladjana Smiljanic mun ekki þjálfa karlalið þeirra á komandi tímabili.

Ingólfur Hilmar Guðjónsson mun taka við þjálfun karlaliðs Álftnesinga á komandi tímabili og tekur hann við því starfi sem Sladjana vann síðasta tímabil. Ingólfur þjálfaði síðast lið Þróttar Reykjavíkur í Mizunodeild kvenna en lét af störfum þar í vor. Þá hefur hann einnig leikið með liði Álftaness síðustu tvö tímabil. Ingólfur á að baki 23 leiki með A-landsliði Íslands.

Alexander Stefánsson hefur svo ákveðið að spila með Álftanesi í vetur en Alexander hefur leikið með liði Aftureldingar síðan tímabilið 2016/17 en þar urðu hann og Ingólfur bikarmeistarar með liðinu árið 2017. Alexander er jafnframt 9. leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins með 57 leiki.

Ingólfur og Alexander hafa fylgt hvorum öðrum stærstan hluta blakferils þeirra en þeir unnu fjölmarga titla með HK áður en þeir héldu út til Svíþjóðar árið 2013. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir geta gert saman í Álftanesi.