[sam_zone id=1]

Alekno tekur við Íran

Vladimir Alekno þjálfari Zenit Kazan og fyrrverandi þjálfari Rússneska karlalandsliðsins hefur tekið við sem landsliðþjálfari karlaliðs Írans.

Alekno sem af mörgum er talinn einn besti þjálfari heims mun fá það verðuga verkefni að stýra liðinu fram yfir næstu ólympíuleika hið minnsta, en þar er krafan sett á verðlaun.
Alekno hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna, en bara til að stikla á stóru hefur hann unnið meistardeildina 5 sinnum, Rússnessku deildina 10 sinnum og gert Rússa af ólympíumeisturum.
Það býður hans samt ærið verkefni í Íran en liðið hefur í fjölda ára verið stórveldi innan Asíu en hefur ekki tekist að endurtaka leikin á stærstu mótum heims. Íran hefur einu sinni fengið brons á heimsmeistaramótinu, verkefni Alekno er að ná í medalíu á ólympíuleikunum fyrir Íran.

Við sjáum til hvernig það mun ganga en við munum fylgjast spennt með og óskum Alekno góðs gengis í Íran.