[sam_zone id=1]

Afturelding og Þróttur Nes semja við spænska leikmenn

Afturelding hefur samið við spænskan miðjumann og Þróttur Nes endurnýjar samning sinn við Miguel Angel Ramos Melero.

Jesus Montero Romero samdi á dögunum við lið Aftureldingar og nú bætist spænskur miðjumaður við liðið. Daniel Retuerto er fæddur árið 1992 og kemur frá Valladolid á Spáni. Hann hefur leikið með liði háskólans í Valladolid, sem lék í næstefstu deild Spánar, sem og liðum Soria og Boiro í tveimur efstu deildunum þar í landi.

Daniel styrkir lið Aftureldingar sem ætlar sér greinilega stóra hluti í Mizunodeildinni á næsta tímabili. Liðið náði sér ekki á strik á nýliðnu tímabili en Jesus og Daniel verða lykilmenn í liðinu á tímabilinu 2020/21.

Daniel Retuerto

Þróttur Nes samdi einnig við spænskan leikmann á dögunum en sá er blökurum hér á landi vel kunnur. Miguel Angel Ramos Melero hefur leikið með liðinu undanfarin tvö tímabil og verður hann áfram í Neskaupstað. Hann mun auk þess að leika með karlaliðinu koma að þjálfun innan félagsins.

Miguel Angel Ramos Melero