Fréttir - Innlendar fréttir

Afturelding með öruggan sigur

Álftanes fékk Aftureldingur í heimsókn en leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og skiptust liðin á stigum fram að 7-7 náði Afturelding að stíga fram úr með sterkum uppgjöfum og komst í 14-8. Afturelding hélt svo forskotinu út hrinuna og vann 25-14.

Afturelding byrjaði aðra hrinu miklu betur og komst yfir 12-5, Afturelding gerði þá nokkrar breytingar á liðinu og leit út fyrir að þær myndu klára hrinu en það reyndist erfitt fyrir Aftureldingakonur að fá síðasta stigið og fór Álftanes úr 24-14 í 24-22 þegar Borja þjálfari Aftureldingar gerði skiptingar til baka og setti Thelmu og Daníelu inná og náðu þá Aftureldingakonur að klára hrinuna 25-22.

3 hrina var svo nokkuð auðveld fyrir Aftureldingu og voru þær með yfirhöndina alla hrinuna og unnu hana 25-12 og þar með leikinn 3-0

Stigahæst í leiknum var Tinna Rut hjá Aftureldingu með 15 stig og hjá Álftanesi var það Danielle Nicole með 9 stig