[sam_zone id=1]

Afturelding með öruggan sigur

Afturelding mætti HK í síðasta leik ársins í Mizunodeild karla í kvöld.

HK var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar og gat náð toppsætinu með sigri. Afturelding var hins vegar í fjórða sæti og þurfti helst að ná í stig til að halda í við Álftanes í þriðja sætinu. Afturelding gerði meira en það og unnu öruggan sigur á HK á heimavelli, 3-0.

Strax í upphafi fyrstu hrinu náði Afturelding forystunni en jafnræði var þó með liðunum stærstan hluta hrinunnar. Um miðja hrinuna stakk Afturelding af með góðum uppgjöfum og vann hrinuna sannfærandi, 25-20. Aðra hrinu unnu heimamenn einnig en Afturelding skoraði þá síðustu þrjú stig hrinunnar og vann 25-21.

Um algjöra einstefnu var að ræða í þriðju hrinunni og en eftir jafna byrjun jókst forskot Aftureldingar hratt. Þeir unnu hrinuna 25-15 og unnu leikinn þar með 3-0. Þeir taka því öll þrjú stigin og halda í við topplið deildarinnar. Quentin Moore og Sigþór Helgason fóru fyrir Aftureldingu í leiknum og skoruðu 12 stig hvor. Elvar Örn Halldórsson var stigahæstur í liði HK með 9 stig.

Eftir slaka byrjun á tímabilinu er Afturelding nú með 12 stig eftir níu leiki, einungis þremur stigum á eftir Álftanesi. HK mistókst hins vegar að ná toppsætinu aftur og eru HK-ingar með 19 stig eftir níu leiki.