Matthildur Einarsdóttir, fyrirliði íslenska U17 landsliðsins í blaki, var rétt í þessu kjörin MVP (Most Valuable Player) á N-Evrópumóti í stúlkna í blaki.

Matthildur var stigahæsti leikmaður Íslands í öllum leikjunum á NEVZA mótinu. Matthildur er eini íslenski leikmaðurinn í draumaliðinu, en auk Matthildar eru fjórar í draumaliðinu frá Danmörku, tvær frá Svíþjóð, og ein frá Finnlandi.
Draumalið NEVZA U17 2017
Besti Uppspilarinn: Lotta Kukkonen, Finnland
Besti Díóspilarinn: Clara Bernberg Windeleff, Danmörk
Besti Kantsmassarinn: Mikala Maria Mogensen, Danmörk
Besti Kantsmassarinn: Sofia Norager Bisgaard, Danmörk
Besta Miðjan: Klara Juneholm, Svíþjóð
Besta Miðjan: Ditte Bak Espersen, Danmörk
Besti Frelsinginn: Filippa Brink, Svíþjóð
Most Valuable Player: Matthildur Einarsdóttir, Ísland
