[sam_zone id=1]

82 lið skráð til leiks á fyrsta stigamót sumarsins í Strandblaki

Um helgina fer fram fyrsta stigamót sumarsins í strandblaki en mótið er haldið af blakdeild Þróttar Reykjavíkur og verður spilað á 7 völlum á höfuðborgarsvæðinu.

Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir tryggðu sér gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Laugardalnum

Algjör sprenging hefur verið í strandblakinu í sumar og er slegist um þá velli sem í boði eru. Það hefur sannað sig með skráningu á fyrsta mót sumarsins en alls eru skráð 82 lið til leiks sem er met í skráningu á mót í strandblaki á Íslandi.

Spilað verður á 7 völlum á höfuðborgarsvæðinu, 3 í Garðabær, 2 í Laugardalnum og 2 í Kópavogi. Alls eru skráð 46 lið í kvennaflokki og er þar spilað í 5 deildum. Í karlaflokki eru skráð til leiks 32 lið og er spilað í 4 deildum. Þá er einnig spilað í unglingaflokki.

Spilað verður frá fimmtudegi til sunnudags og er nokkuð ljóst að það verður stuð og stemning á strandblaksvöllum höfuðborgarsvæðisins um helgina en veðurspáin er góð og er ekkert því til fyrirstöðu fyrir áhugasama að skella sér á völlinn og fylgjast með.

Leikjaplan er hægt að nálgast hér.