25 lið eru skráð í Kjörísbikarinn þetta tímabilið, 12 karlalið og 13 kvennalið.

Í karlaflokki eru eftirfarandi lið skráð til leiks: Afturelding, Álftanes, Blakfélag Hafnarfjarðar, BF, Fylkir, Hamar, HK, KA, Vestri, Völsungur, Þróttur Nes, Þróttur Vogum.
Í kvennaflokki eru eftirfarnadi lið skráð til leiks: Afturelding, Álftanes, Blakfélag Hafnarfjarðar, BF, Einherji, Fylkir, HK, KA, Keflavík, UMFG, Völsungur, Þróttur Nes, Þróttur Reykjavík
Í dag var dregið í fyrstu tvær umferðir Kjörísbikarsins en fyrstu tvær umferðirnar verða leiknar frá 9.október til 5.nóvember.
1. umferð karla:
- BF – Völsungur.
- BFH situr hjá.
2. umferð karla:
- BF/Völsungur – BFH
1. umferð kvenna:
- BFH – Keflavík.
- Einherji og UMFG sitja hjá.
2. umferð kvenna:
- UMFG – BFH/Keflavík
- Einherji – Völsungur
- Fylkir – BF
Dagsetningar þessara leikja verða kynntar strax eftir helgi.