[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Vakifbank með góðan sigur í Rússlandi

8-liða úrslit meistaradeildar kvenna hófust í vikunni þegar liðin léku fyrri leiki sína. Það fóru þó einungis tveir leikir fram þar sem leikjum hjá ítölsku liðunum Novara og Scandicci var frestað og á enn eftir að ákveða aðra leikdaga.

Vakifbank hélt til Rússlands og mætti þar heimakonum í Dinamo Moscow, Vakifbank þóttu sigurstranglegra liðið en þó var búist við jöfnum leik. Annað kom þó á daginn þar sem Vakifbank valtaði yfir andstæðinga sína og unnu leikinn örugglega 3-0.

Seinni leikurinn í þessari umferð var á milli þýska liðsins Stuttgart og Conegliano frá Ítalíu. Eins og í hinum leiknum var lítil spenna þar sem Conegliano voru mun betra lið og unnu öruggan sigur 3-0.

Seinni leikir þessara liða fara fram í næstu viku og ræðst þá hvaða lið komast í undanúrslit keppninnar.

Úrslit vikunnar:

Allianz MTV Stuttgart – A. Carraro Imoco Conegliano 0-3 (17-25, 16-25, 20-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Conegliano 20 stig, Krystal Rivers Stuttgart 14 stig

Dinamo Moscow – Vakifbank Istanbul 0-3 (13-25, 17-25, 17-25)
Stigahæstar; Isabelle Haak Vakifbank 22 stig, Nataliya Goncharova Moscow 17 stig

Nánari upplýsingar má finna hér.