[sam_zone id=1]

Tilmæli vegna Kórónaveirunnar

Blaksamband Íslands birti í dag tilmæli um það að leikmenn heilsist ekki við upphaf og lok leikja, líkt og hefð er fyrir.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Embætti Landlæknis hafa mælst til þess að fólk heilsist ekki með handaböndum og það á einnig við um blakfólk. Við upphaf og lok kappleikja er venja fyrir því að leikmenn beggja liða heilsist með handabandi en nú mun stutt klapp taka við af handaböndunum. Þetta gildir þangað til annað verður ákveðið.

Blaksambandið mælist einnig til þess að aðildarfélög hafi handspritt tiltækt á ritaraborði á meðan að leik stendur. Nánar má lesa um tilmæli vegna kórónaveirunnar á vef embættis landlæknis. Vefinn má finna með því að smella hér.

Mynd : Sigga Þrúða