[sam_zone id=1]

Dregið í undanúrslit Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins á blaðamannafundi BLÍ nú í hádeginu.

Einungis átta lið eiga enn möguleika á því að verða Kjörísbikarmeistarar árið 2020, fjögur úr karlaflokki og fjögur úr kvennaflokki. Þar af eiga þrjú félög lið í bæði karla- og kvennaflokki en það eru Afturelding, HK og Þróttur Neskaupstað. Auk þeirra eru lið Þróttar Reykjavíkur í kvennaflokki og Álftanes í karlaflokki.

Í hádeginu fór fram blaðamannafundur BLÍ þar sem dregið var í viðureignir undanúrslitanna og er útlit fyrir æsispennandi leiki.

Undanúrslitaleikir kvenna fara fram föstudaginn 13. mars en undanúrslitaleikir karla laugardaginn 14. mars. Leikið verður til úrslita í báðum flokkum sunnudaginn 15. mars og verða báðir úrslitaleikirnir í beinni útsendingu á RÚV. Undanúrslitaleikirnir verða sýndir á streymisveitu BLÍ.

Undanúrslit kvenna

Föstudagur 13. mars 17:30 Þróttur Reykjavík – Afturelding

Föstudagur 13. mars 20:00 HK – Þróttur Nes

Undanúrslit karla

Laugardagur 14. mars 13:00 HK – Álftanes

Laugardagur 14. mars 15:30 Afturelding – Þróttur Nes