[sam_zone id=1]

Afturelding Deildarmeistari í 1.deild kvenna

B lið Aftureldingar er deildarmeistari í 1.deild kvenna árið 2020 en liðið er með 50 stig í efsta sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir óspilaða. Lið Vestra er svo í öðru sæti með 53 stig og tvo leiki eftir óspilaða.

Afturelding hefur aðeins tapað 1 leik í deildinni í vetur og unnið 17 af 18 leikjum sínum. Næstar á eftir þeim kemur lið Vestra með 43 stig eftir 18 leiki en Vestri á ekki möguleika á að ná liði Aftureldingar.

Líkt og í 1.deild karla þá er leikin úrslitakeppni þegar sem B lið þeirra félaga sem tefla fram liði bæði í Mizunodeild og 1.deild eru ekki gjaldgeng.

Eins og staðan er í dag þá hefur Vestri tryggt sér heimaleikjarétt sem liðið í “efsta” sæti deildarinnar. Álftanes 2 er eins og staðan er í dag fjórða liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og myndi þá mæta liði Vestra. Ýmir og Afturelding X myndu svo mætast í undanúrslitum sem liðin í 2. og 3. sæti en liðin eru jöfn á stigum með 29 stig hvort. Lið BF á þó enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en stöðuna í deildinni má sjá hér fyrir neðan: