[sam_zone id=1]

Afturelding Deildarmeistari í 1.deild karla

B lið Aftureldingar tryggði sér í gær deildarmeistaratitil í 1.deild karla eftir 3-2 sigur á b liði HK.

Afturelding hefur aðeins tapað einum leik í 1.deild karla í vetur en liðið tapaði 2-3 gegn Fylki. Þá hefur liðið aðeins tapað 7 hrinum en Afturelding hefur stillt upp nokkuð öflugu liði í flest öllum leikjum liðsins.

Ein “umferð” er eftir í deildinni en lið Hamars og BF eiga þó tvo leiki eftir óspilaða og þá hefur Þróttur Vogum leikið alla sína leiki.

Úrslitakeppni er leikin í 1.deild karla og kvenna en spilað verður um titilinn Íslandsmeistari 1.deildar 2020. B lið félaga sem tefla fram bæði liði í Mizunodeild og 1.deild eru ekki gjaldgeng í úrslitakeppnina.

Hér að ofan má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er í dag en lið Fylkis hefur tryggt sér heimaleikjarétt gegn því liði sem endar í 4.sæti þeirra liða sem eru gjaldgegn í úrslitakeppnina, sem er þá eins og staðan í dag lið BF.

Þá á lið Hamars enn möguleika á að fara upp fyrir Þrótt Vogum og tryggja sér þ.a.l heimaleikjarétt gegn Þrótti en ljóst er að liðin mætast í undanúrslitum. BF á tvo leiki eftir og með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggja þeir sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum. Lið Hkarlanna þarf að taka öll 3 stigin gegn BF þegar liðin mætast þann 7.mars og þá þurfa þeir einnig að treysta á að Hamar taki öll 3 stigin gegn BF þegar liðin mætast degi seinna.