[sam_zone id=1]

Bikarmót yngri flokka fór fram um helgina

Laugardag og sunnudag var leikið um bikarmeistaratitla í 2.-4. flokki karla og kvenna.

Lið HK úr Kópavogi sá um mótahald að þessu sinni og fóru leikir fram í Digranesi og Fagralundi. Leikið var frá laugardagsmorgni og lauk síðustu leikjum mótsins um 15:30 á sunnudag. Alls voru spilaðir 83 leikir og bikarmeistarar krýndir í sex flokkum.

Þróttur Neskaupstað fór mikinn á mótinu og vann til þriggja gullverðlauna, auk þriggja bronsverðlauna. Félagið átti því lið í verðlaunasæti í öllum flokkum. Hér að neðan má sjá efstu þrjú sæti hvers flokks.

2. flokkur kvenna
1. Afturelding
2. HK
3 Þróttur Nes

Þróttur Nes – 2. flokkur karla

2. flokkur karla
1. Þróttur Nes
2. HK
3. KA

Þróttur Nes – 3. flokkur kvenna

3. flokkur kvenna
1. Þróttur Nes
2. Afturelding
3. HK

Þróttur Nes – 3. flokkur karla

3. flokkur karla
1. Þróttur Nes
2. Völsungur
3. HK

Þróttur R – 4. flokkur kvenna

4. flokkur kvenna
1. Þróttur R
2. Afturelding
3. Þróttur Nes

BF – 4. flokkur karla

4. flokkur karla
1. BF
2. Völsungur
3. Þróttur Nes