[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Eczasibasi Vitra Istanbul með sigur í stórleik umferðarinnar

Ecsasibasi Vitra mætti í vikunni liði Fenerbahce en þessi lið eru að berjast um toppsæti riðilsins. Fyrir leikinn voru Ecsasibasi einu stigi á undan Fenerbahce og þvi mikil spenna fyrir leiknum.
Leikurinn var mikil skemmtun og var spennan mikil, bæði lið sýndu frábært blak en að lokum var það þó Ecsasibasi Vitra Istanbul sem voru sterkari og unnu 3-2 sigur.

Annar stórleikur var einnig í boði á Ítalíu en þar tóku heimakonur í Scandicci í móti Vakifbank Istanbul í uppgjöri toppliðanna. Vakifbank voru með undirtökin í þessum leik og unnu öruggan 3-0 sigur og skutust upp í toppsæti riðilsins fyrir lokaumferðina.

Úrslit vikunnar:

Riðill A

Fenerbahce Opet Istanbul – Eczasibasi Vitra Istanbul 2-3 (22-25, 25-16, 24-26, 25-20, 10-15)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczasibasi 35 stig, Jordan Thompson Fenerbahce 22 stig

LP Salo – Budowlani Lodz 0-3 (31-33, 21-25, 19-25)
Stigahæstar: Katarina Pilepic Salo 20 stig, Anastasiia Kraiduba Lodz 14 stig

Riðill B

Savino Del Bene Scandicci – Vakifbank Istanbul 0-3 (26-28, 19-25, 21-25)
Stigahæstar: Því miður eru einhver vandræði með tölfræðina úr þessum leik og hún ekki aðgengileg eins og er.

Nova KBM Branik Maribor – Lokomotiv Kaliningrad Region 0-3 (17-25, 21-25, 18-25)
Stigahæstar: Maja Kosenina Maribor 16 stig, Tatiana Iurinskaia Kaliningrad 13 stig

Riðill C

Khimik Yuzhny – Igor Gorgonzola Novara 0-3 (14-25, 14-25, 12-25)
Stigahæstar: Jovana Brakocevic Novara 13 stig, Yuliya Boyko Khimik 8 stig

Allianz MTV Stuttgart – LKS Commercecon Lodz 3-1 (17-25, 28-26, 25-16, 25-18)
Stigahæstar: Alexandria Lee Stuttgart 19 stig, Monika Bociek Lodz 18 stig

Riðill D

Vasas Obuda Budapest – A. Carraro Imoco Conegliano 0-3 (12-25, 19-25, 13-25)
Stigahæstar: Raphaela Folie Conegliano 19 stig, Trine Kjelstrup Budapest 9 stig

C.S.M. Volei Alba Blaj – Nantes VB 3-1 (27-29, 25-13, 27-25, 25-21)
Stigahæstar: Ioana Baciu Blaj 23 stig, Lucile Gicquel Nantes 21 stig

Riðill E

Uralochka-NTMK Ekaterinburg – Dinamo Moscow 0-3 (20-25, 16-25, 23-25)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Moscow 19 stig, Ekaterina Enina Ekaterinburg 13 stig

Maritza Plovdiv – RC Cannes 3-1 (17-25, 25-18, 25-12, 25-21)
Stigahæstar: Fatou Diouck Cannes 17 stig, Emiliya Dimitrova Plovdiv 15 stig

Ein umferð er nú eftir af riðlakeppninni en hún verður leikinn eftir tvær vikur og verður þá endanlega ljóst hvaða lið það verða sem bóka farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar.

Nánari upplýsingar um úrslit og tölfræði má sjá hér.