[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad með tvo góða sigra um helgina

Hylte/Halmstad lék um helgina tvo leiki í sænsku úrvalsdeildinni í blaki. Báðir leikirnir voru á útivelli og sigraði Hylte/Halmstad þá báða nokkuð örugglega.

Í fyrri leik helgarinnar mætti Hylte/Halmstad liði Sollentuna, Hylte/Halmstad var betra liðið frá upphafi í þeim leik. Hylte/Halmstad voru mun ákveðnari í leik sínum og sást það vel á sóknarleik liðanna en þar voru gestirnir mun ákveðnari. Þetta skilaði liðinu góðum 3-0 sigri (25-16, 25-16, 25-13).

Jóna Guðlaug hefur verið að byrja leiki liðsins upp á síðkastið en hún var aðeins inn og út úr liðinu á fyrri hluta tímabils vegna meiðsla. Núna virðist hún hinsvegar vera kominn í gang en hún var stigahæst í leiknum ásamt liðsfélaga sínum Whitney Turner en þær skoruðu bæði 10 stig.

Liðið spilaði síðan aftur í dag en þá mætti liðið, liði Falköping. Leikurinn í dag var mjög svipaður leik gærdagsins. Hylte/Halmstad voru með yfirburði á flestum sviðum leiksins í dag og áttu heimakonur litla möguleika gegn sterkum leik Hylte/Halmstad. Þær misttu þó aðeins einbeitinguna í annari hrinu sem þær töpuðu en þar fyrir utan var leikurinn eign Hylte/Halmstad sem bar sigur úr býtum 3-1 (25-16, 19-25, 25-13, 25-15).

Jóna Guðlaug var aftur í byrjunarliði Hylte/Halmstad og skoraði hún 9 stig í leiknum.

Hylte/Halmstad fór með þessum sigrum upp í þriðja sæti deildarinnar og hafði sætaskipti við Sollentuna.

Nánari upplýsingar og tölfræði úr leiknum má sjá hér.