[sam_zone id=1]

Calais með frábæran endurkomu sigur í gær

Calais tók í gær á móti toppliði deildarinnar Al Caudry. Calais þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í topp þremur í deildinni.

Calais byrjaði leikinn þó ekki mjög vel og var eins og leikmenn liðsins væru ekki alveg rétt stemmdir í þennan leik. Al Caudry var að spila mjög vel og varði allt sem kom á þeirra vallarhelming. Þeir voru síðan mjög öruggir í sóknaraðgerðum sínum á meðan Calais átti í mestu vandræðum með að koma boltanum í gólf heimamanna. Það fór því þannig að Al Caudry vann tvær fyrstu hrinur leiksins 25-22 og 25-20.

Það var þó allt annað lið Calais sem mætti til leiks í næstu hrinu. Það var mun meiri ákefð og gleði í liðinu. Liðið virtist vera búið að finna taktinn og með betri uppgjöfum og góðum sóknarleik valtaði liðið yfir Al Caudry í næstu hrinum leiksins. Calais vann næstu tvær hrinur örugglega 25-16 og 25-16 og tryggði sér þar með oddahrinu í leiknum.

Leikmenn Calais voru ekki hættir og það sást á þeim að þeir ætluðu sér sigur í leiknum. Uppgjafirnar voru áfram sterkar og menn voru búnir að finna leiðina framhjá hávörn gestanna. Oddahrinan var þó spennandi framan af en Calais seig þó framúr þegar leið á og sigraði hrinunna 15-10 og fullkomnaði þar með endurkomuna í leiknum.

Calais er eftir leikinn komnir upp í annað sæti riðilsins en liðið hoppar upp fyrir Avignon sem var í öðru sætinu. En mikil spenna er framundan fyrir lokaumferðina sem verður leikinn eftir tvær vikur. CNVB og Harnes sem eru í fjórða og fimmta sæti og þau eftir að leika á móti hvort öðru um næstu helgi og því á margt enn eftir að skýrast í baráttunni framundan.

Hafsteinn Valdimarsson var í byrjunarliði Calais og lék hann allan leikinn fyrir liðið og stóð sig fínt í leiknum.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má finna hér.