[sam_zone id=1]

Zenit Kazan vann mikilvægan sigur

Seinni hluti riðlakeppninnar hófst í Meistaradeild karla í vikunni.

Þremur af sex umferðum lauk fyrir áramótin í Meistaradeild karla og var sú fjórða leikin í vikunni. Mikil eftirvænting var fyrir leik Zenit Kazan gegn Greenyard Maaseik enda hefur stórlið Kazan verið í miklum vandræðum. Þeir unnu einungis einn af fyrstu þremur leikjum sínum og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eiga raunhæfan möguleika á því að ná sæti í útsláttarkeppninni.

Zenit Kazan vann öruggan 3-0 sigur gegn Maaseik og þeir eru því enn í fínum málum, þrátt fyrir að Jastrzebski Wegiel sé nokkuð öruggt með toppsæti riðilsins. Efstu sæti hvers riðils fara beint í 8-liða úrslit keppninnar og þeim fylgja þrjú stigahæstu liðin sem voru í 2. sæti riðla sinna.

Bæði þýsku liðin í keppninni spiluðu fimm hrinur í vikunni en Berlin tapaði 3-2 gegn Fakel frá Rússlandi á meðan að Friedrichshafen vann 3-2 sigur gegn Novi Sad. Spennan var öllu minni í öðrum leikjum sem luku flestum 3-0.

Úrslit vikunnar

A-riðill

Cucine Lube Civitanova 3-1 Jihostroj Ceske Budejovice (25-21, 25-19, 21-25, 25-19). Jiri Kovar skoraði 20 stig fyrir Lube og Kamil Rychlicki bætti við 14 stigum. Marek Sotola skoraði einnig 20 stig fyrir Budejovice og Marek Zmrhal skoraði 11 stig.

Fenerbahce Istanbul 1-3 Trentino Itas (25-17, 22-25, 27-29, 20-25). Wouter Ter Maat skoraði heil 27 stig fyrir Fenerbahce og Salvador Hidalgo Oliva bætti við 15 stigum. Luca Vettori skoraði 21 stig fyrir Trentino en Srecko Lisinac átti stórkostlegan leik á miðjunni hjá Trentino og skoraði 20 stig.

B-riðill

Kuzbass Kemerovo 3-0 ACH Volley Ljubljana (25-19, 25-23, 25-21). Yaroslav Podlesnykh skoraði 13 stig fyrir Kemerovo og Mikhail Scherbakov kom næstur með 11 stig. Jan Pokersnik skoraði 13 stig fyrir Ljubljana en Bozidar Vucicevic bætti við 10 stigum.

Berlin Recycling Volleys 2-3 Fakel Novy Urengoy (25-21, 25-15, 20-25, 22-25, 10-15). Benjamin Patch skoraði 19 stig fyrir Berlin og Jeffrey Jendryk skoraði 16 stig. Hjá Fakel skoruðu Denis Bogdanov, Dmitrii Volkov og Krisztian Padar allir 16 stig.

C-riðill

Zenit Kazan 3-0 Greenyard Maaseik (25-14, 25-10, 25-22). Tsvetan Sokolov skoraði 16 stig fyrir Kazan það gerði Earvin Ngapeth sömuleiðis. Daninn Rasmus Breuning var stigahæstur í liði Maaseik með 11 stig en Jelte Maan kom næstur með 9 stig.

Halkbank Ankara 0-3 Jastrzebski Wegiel (18-25, 18-25, 15-25). Abdullah Cam og Dmitrii Bahov skoruðu 8 stig hvor fyrir Ankara en Christian Fromm skoraði 17 stig fyrir Jastrzebski.

D-riðill

Sir Sicoma Monini Perugia 3-0 Tours VB (25-21, 25-15, 25-21). Oleh Plotnytskyi skoraði 18 stig fyrir Perugia en Filippo Lanza og Aleksandar Atanasijevic skoruðu 13 stig hvor. Hermans Egleskalns skoraði 11 stig fyrir Tours og Dmytro Te

Verva Warszawa Orlen Paliwa 3-0 Benfica Lisboa (25-21, 25-13, 25-22). Jan Król og Piotr Nowakowski skoruðu 12 stig hvor fyrir Warszawa en Raphael Thiago Oliveira skoraði 10 stig fyrir Benfica.

E-riðill

Zaksa Kedzierzyn-Kozle 3-0 Knack Roeselare (25-19, 25-18, 25-20). Arpad Baroti skoraði 12 stig fyrir Zaksa og Simone Parodi kom næstur með 11 stig. Matthijs Verhannemann var stigahæstur í liði Roeselare með 13 stig en Hendrik Tuerlinckx skoraði 9 stig.

VfB Friedrichshafen 3-2 Vojvodina Novi Sad (23-25, 25-18, 17-25, 25-20, 15-13). Anton Lukas Menner skoraði 20 stig fyrir Friedrichshafen og Nikola Gjorgiev bætti við 17 stigum. Aleksandar Blagojevic skoraði 21 stig fyrir Novi Sad og Filip Kovacevic skoraði 19 stig.

Næsta umferð fer fram dagana 11.-13. febrúar og verður það sú næstsíðasta í riðlakeppninni.