[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Ekaterinburg með góðan sigur í Frakklandi

Meistaradeild kvenna fór aftur á stað í kvöld eftir jólafrí en það var heil umferð í vikunni. Línur eru aðeins farnar að skýrast í riðlunum þegar tvær umferðir eru eftir. Það er þó enþá mikil spenna í nokkrum riðlum.

Ekaterinburg fór til Frakklands og mætti þar toppliði riðilsins Cannes. Það var hörkuleikur þar sem rússarnir voru sterkari í lokin og unnu góðan 3-2 sigur. Á sama tíma tapaði Dinamo Moscow fyrir Plovdiv frá Búlgaríu og er riðillinn því orðinn mjög jafn og spennandi en það eru einungis tvö stig sem skilja annað sætið frá fjórða sætinu.

Annars fóru aðrir leikir eins og við var búist , en tyrknesku liðin unnu öll örugga sigra á meðan Scandicci lenti í smá vandræðum í Rússlandi en náði að knýja fram sigur og eru þær því enn ósigraðar.

Úrslit vikunnar:

Riðill A

Eczasibasi Vitra Istanbul – LP Salo 3-0 (25-16, 25-13, 25-13)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczasibasi 14 stig, Katarina Pilepic Salo 8 stig

Budowlani Lodz – Fenerbahce Opet Istanbul 0-3 (20-25, 21-25, 22-25)
Stigahæstar: Anastasiia Kraiduba Lodz 17 stig, Kelsey Robinson Fenerbahce 15 stig

Staðan:

Eczasibasi Vitra Istanbul 11 stig
Fenerbahce Opet Istanbul 10 stig
Budowlani Lodz 3 stig
LP Salo 0 stig

Riðill B

Vakifbank Istanbul – Nova KBM Branik Maribor 3-0 (25-15, 25-11, 25-10)
Stigahæstar: Isabelle Haak Vakifbank 16 stig, Anamarija Galic Maribor 6 stig

Lokomotiv Kaliningrad Region – Savino Del Bene Scandicci 2-3 (17-25, 25-23, 21-25, 25-16, 12-15)
Stigahæstar: Magdalena Stysiak Scandicci 28 stig, Valeriya Zaytseva Kaliningrad 18 stig

Staðan:

Savino Del Bene Scandicci 10 stig
Vakifbank Istanbul 9 stig
Lokomotiv Kaliningrad Region 5 stig
Nova KBM Branik Maribor 0 stig

Riðill C

Igor Gorgonzola Novara – Allianz MTV Stuttgart 3-0 (25-11, 25-22, 25-19)
Stigahæstar; Elitsa Vasileva Novara 16 stig, Alexandria Lee Stuttgart 11 stig

LKS Commercecon Lodz – Khimik Yuzhny 3-1 (25-15, 25-19, 23-25, 25-22)
Stigahæstar: Monika Bociek Lodz 21 stig, Hanna Kyrychenko Khimik 16 stig

Staðan:

Igor Gorgonzola Novara 8 stig
LKS Commercecon Lodz 8 stig
Allianz MTV Stuttgart 7 stig
Khimik Yuzhny 1 stig

Riðill D

A. Carraro Imoco Conegliano – C.S.M Volei Alba Blaj 3-0 (25-16, 25-16, 25-17)
Stigahæstar: Raphaela Folie Conegliano 16 stig, Maria Baciu Blaj 9 stig

Nantes VB – Vasas Obuda Budapest 3-1 (25-23, 15-25, 25-22, 25-18)
Stigahæstar: Lucille Gicquel Nantes 22 stig, Trine Kjelstrup Budapest 21 stig

Staðan:

A. Carraro Imoco Conegliano 11 stig
Nantes VB 9 stig
C.S.M Volei Alba Blaj 3 stig
Vasas Obuda Budapest 1 stig

Riðill E

Dinamo Moscow – Maritza Plovdiv 1-3 (23-25, 25-18, 23-25, 17-25)
Stigahæstar: Daria Stolyarova Dinamo 19 stig, Aleksandra Milanova Plovdiv 18 stig

RC Cannes – Uralochka-NTMK Ekaterinburg 2-3 (26-24, 22-25, 21-25, 25-21, 13-15)
Stigahæstar: Kseniia Parubets Ekaterinburg 39 stig, Mira Todorova Cannes 21 stig

Staðan:

RC Cannes 9 stig
Dinamo Moscow 6 stig
Uralochka-NTMK Ekaterinburg 5 stig
Maritza Plovdiv 4 stig

Næsta umferð fer fram eftir tvær vikur og er ljóst að það er hörkubarátta framundan um sæti í 8-liða úrslitum.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu má sjá hér.