[sam_zone id=1]

Allt orðið klárt fyrir Tókýó 2020

Á sunnudag lauk síðustu leikjum í undankeppni Ólympíuleikanna 2020 og er nú ljóst hvaða þjóðir mætast þar í blakinu.

Áður höfðu nokkur lið tryggt sér þátttökurétt á mótinu en síðustu vikuna var leikið innan heimsálfanna þar sem örfáir miðar voru í boði til viðbótar. Eitt karlalið og eitt kvennalið í hverri heimsálfu fengu sæti á ÓL 2020 og er öllum undankeppnum nú lokið fyrir mótið.

Sigurvegarar vikunnar

Evrópa : Frakkland (KK) og Tyrkland (KVK)

Afríka : Túnis (KK) og Kenýa (KVK)

Asía/Eyjaálfa : Íran (KK) og Suður-Kórea (KVK)

Suður-Ameríka : Venesúela (KK) og Argentína (KVK)

Norður-Ameríka : Kanada (KK) og Dóminíska lýðveldið (KVK)

Árið 2016 urðu Brasilíumenn Ólympíumeistarar á heimavelli.

Í heildina eru 12 þjóðir sem taka þátt í hvorum flokki en þau sem áður höfðu tryggt sér þátttökurétt á ÓL 2020 gerðu það með sigri í riðlum sem fóru fram síðasta sumar. Alls voru það sex þjóðir en einnig fá gestgjafarnir frá Japan þátttökurétt. Þá bættust við fimm þjóðir nú á dögunum og alls eru þjóðirnar því orðnar 12 talsins.

Karlaflokkur

Japan – Brasilía – Bandaríkin – Ítalía – Pólland – Rússland – Argentína – Frakkland – Íran – Túnis – Venesúela – Kanada

Kvennaflokkur

Japan – Serbía – Kína – Bandaríkin – Brasilía – Rússland – Ítalía – Kenýa – Argentína – Suður-Kórea – Tyrkland – Dóminíska lýðveldið

Ólympíuleikarnir hefjast þann 24. júlí með opnunarathöfn í Tókýó og lýkur þann 9. ágúst. Keppni í blaki fer fram frá 25. júlí til 9. ágúst og nær því yfir alla leikana. Keppni í strandblaki hefst einnig 25. júlí og fara síðustu leikir þar fram 8. ágúst en undankeppnir þar eru enn í fullum gangi og skýrast ekki fyrr en í sumar.