[sam_zone id=1]

Miguel Mateo er íþróttamaður KA 2019

Íþróttafólk hjá KA var í dag heiðrað fyrir árangur á nýliðnu ári og var Miguel Mateo Castrillo valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu.

Miguel Mateo var í liði KA sem vann þrennuna á síðasta tímabili og einnig vann liðið Meistarakeppni BLÍ í haust. Miguel Mateo er einn öflugasti sóknarmaður Mizunodeildarinnar og var stigahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili. Mateo bætti svo um betur í sumar þegar hann varð Íslandsmeistari í strandblaki með Sigþóri Helgasyni.

Miguel Mateo þjálfar kvennalið KA auk þess að spila með karlaliðinu og þar bættist önnur þrenna við. Stelpurnar urðu einnig meistarar meistaranna í haust og var árið 2019 því fullt af titlum hjá Mateo og liðum KA.

Í öðru sæti í kjörinu kom Hulda Elma Eysteinsdóttir en hún vann, eins og áður kom fram, alla titla sem í boði voru með kvennaliði KA. Þá urðu hún og Paula Del Olmo Gomez Íslandsmeistarar í strandblaki. Elma hélt á Smáþjóðaleika í sumar með kvennalandsliðinu þar sem að liðið náði í bronsverðlaun.