[sam_zone id=1]

HK og Afturelding með sigra

Þrír leikir fóru fram í Mizunodeild karla og kvenna í dag en fjörið hófst í Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna.

Afturelding tók á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna en Afturelding sigraði leikinn í dag 3-0 (25-18, 28-26, 25-18) en um hörkuleik var að ræða. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir leikmaður Aftureldingar með 21 stig. Stigahæst í Þrótti Reykjavík var Eldey Hrafnsdóttir með 14 stig.

Næst á dagsskrá var tvíhöfði Þróttar Neskaupstaðar og HK en þar setti veðrið strik í reikninginn því leikjunum þurfti að seinka fram á kvöld. HK liðin skiluðu sér á endanum austur og gátu leikirnir því farið fram.

Það voru karlarnir sem hófu leik kl 18 en þar voru það gestirnir frá Kópavogi sem höfðu betur 3-0 (25-17, 25-23, 25-17). Stigahæstur í leiknum var Jesus M. Montero Romero leikmaður Þróttar Nes með 12 stig. Stigahæstir í liði HK voru þeir Andreas Hilmir Halldórsson og Valens Torfi Ingimundarson báðir með 11 stig.

Strax í kjölfarið hófst leikur kvennaliða sömu félaga og voru úrslitin þar þau sömu. HK hafði betur 3-0 (25-12, 25-22, 25-20), stigahæst í leiknum var Elísabet Einarsdóttir leikmaður HK með 14 stig. Stigahæst í liði Þróttar var Heiða Elísabet Gunnarsdóttir með 7 stig.