[sam_zone id=1]

Barist um sæti á ÓL 2020

Fjölmörg lið reyna þessa dagana að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum 2020 en örfá sæti eru í boði.

Nú þegar hafa nokkur lið tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó og eru þau eftirfarandi :

Karlaflokkur : Japan (Gestgjafi) – Brasilía – Bandaríkin – Ítalía – Pólland – Rússland – Argentína

Kvennaflokkur : Japan (Gestgjafi) – Serbía – Kína – Bandaríkin – Brasilía – Rússland – Ítalía

Þessa dagana fara fram riðlar fyrir hverja heimsálfu fyrir sig og eru alls fimm sæti í boði í hvorum flokki. Evrópuriðlarnir eru gríðarlega sterkir og þar sem að einungis eitt lið fer áfram er ljóst að það verða nokkur stórlið sem sitja eftir með sárt ennið.

Evrópuriðill karla er langt kominn og eru Þýskaland, Slóvenía, Búlgaría og Frakkland enn í baráttu um lausa sætið. Kvennakeppnin er þó einungis nýhafin í Evrópu en þann 12. janúar næstkomandi verður orðið ljóst hvaða blaklið fara á Ólympíuleikana 2020.

Allar helstu upplýsingar um undankeppni Ólympíuleikanna má finna með því að smella hér.