[sam_zone id=1]

Thelma Dögg Grétarsdóttir með 50 A landsleiki

Thelma Dögg Grétarsdóttir náði þeim áfanga að leika 50 A landsleiki þegar Ísland sigraði Skotland á föstudaginn. Thelma fékk afhent silfurmerki Blaksambands Íslands eins og venjan er þegar leikmenn ná þessum áfanga.

Thelma Dögg hefur verið lykilleikmaður í landsliði Íslands undanfarin ár og var hún fyrirliði liðsins á Novotel Cup 2020. Thelma kemst í hóp með 11 öðrum leikmönnum sem hafa spilað 50 leik eða fleiri fyrir kvennalandsliðið en leikjafjölda leikmann má sjá hér.

Þá voru 9 leikmenn að spila sinn fyrsta A landsleik og fengu þeir leikmenn afhent bronsmerki Blaksambands Íslands.

Eftirfarandi leikmenn eru:

  • Bjarki Sveinsson – Afturelding
  • Daníela Grétarsdóttir – Afturelding
  • Jóna Margrét Arnarsdóttir – KA
  • Kári Hlynsson – Afturelding
  • Kristófer Björn Ólason Proppe – HK
  • Kristín Fríða Sigurborgardóttir – Afturelding
  • Ragnar Már Garðarson – Álftanes
  • Sóldis Björt Blöndal Leifsdóttir – Vestri
  • Valdís Unnur Einarsdóttir – Afturelding

Þá átti eftir að afhenda Heiðu Elísabetu Gunnarsdóttur bronsmerki fyrir hennar fyrsta A landsleik og var tækifærið nýtt til þess.