[sam_zone id=1]

Novotel Cup 2020 hefst á morgun

Novotel Cup 2020 hefst á morgun en Ísland sendi til leiks bæði landslið karla og kvenna. Novotel Cup er boðsmót sem fer fram í Lúxemborg en mótið fer fram í kringum áramót. Auk Íslands taka þátt í ár lið Skotlands, Englands og svo gestgjafar Lúxemborg.

Íslenski hópurinn lagði af stað snemma á nýársdagsmorgun og var hópurinn mættur á Novotel hótelið um 17 á nýársdag. Liðin áttu svo bæði æfingu í morgun en fyrstu leikir hefjast á morgun þann 3.janúar.

Íslenska karlalandsliðið hefur leik gegn Englandi kl 11:30 að íslenskum tíma en kvennalandsliðið á svo fyrsta leik gegn Skotlandi kl 14:00 að ísl tíma. Báðum leikjunum verður streymt og má finna streymið hér.

Leikjaplan Íslands á mótinu er eftirfarandi:

  • 3.jan 11:30 Ísland – England kk
  • 3.jan 14:00 Skotland – Ísland kvk
  • 4.jan 11:30 Ísland – England kvk
  • 4.jan 14:00 Skotland – Ísland kk
  • 5.jan 14:00 Lúxemborg – Ísland kvk
  • 5.jan 16:30 Lúxemborg – Ísland kk

Leikmannahóp Íslands má sjá hér.

Upplýsingar um mótið sjálft má finna hér.