[sam_zone id=1]

HM félagsliða hefst á morgun

Í vikunni fara fram HM félagsliða í bæði karla- og kvennaflokki.

Keppnin inniheldur örfá stórlið og var ákveðið að fækka liðum karlamegin þetta árið. Þar verða einungis fjögur lið en kvennamegin verða átta lið. Í kvennaflokki eiga Ítalía, Brasilía, Tyrkland og mótshaldarar Kína öll tvö lið í keppninni en liðin í karlaflokki koma frá Katar, Ítalíu, Brasilíu og Rússlandi. Karlarnir leika í Brasilíu, á heimavelli Sada Cruzeiro.

Allir leikir verða sýndir á vefmiðli FIVB sem má finna með því að smella hér. Til að horfa á leikina þarf að borga fyrir áskrift að vefnum.

HM kvenna

Liðunum átta er skipt í tvo riðla og fara tvö lið áfram úr hvorum riðli. Í kjölfarið hefjast undanúrslit og úrslitaleikurinn fer svo fram á sunnudag, ásamt bronsleiknum.

A-riðill : Eczacibasi Vitra Istanbul (Tyrkland) – Guangdong Evergrande Volleyball Club (Kína) – Imoco Volley Conegliano (Ítalía) – Itambé Minas (Brasilía)

B-riðill : Dentil Praia Clube (Brasilía) – Igor Gorgonzola Novara (Ítalía) – Tianjin Bohai Volleyball Club (Kína) – Vakifbank Istanbul (Tyrkland)

Leikir kvennamegin fara fram að næturlagi eða snemma dags á íslenskum tíma. Þá daga sem fjórir leikir fara fram er síðasti leikur þó settur um hádegið og því tilvalið að fylgjast með þeim leikjum. Allar upplýsingar um kvennamótið má nálgast með því að smella hér.

HM karla

Fjögur lið mynda einn riðil og fara öll í undanúrslit. Efsta lið riðilsins mætir því neðsta og 2. sæti mætir 3. sætinu. Úrslitaleikur og bronsleikur fara fram á sunnudag, líkt og í kvennaflokki.

Liðin : Al Rayyan Sports Club (Katar) – Cucine Lube Civitanova (Ítalía) – Sada Cruzeiro Volei (Brasilía) – Zenit Kazan (Rússland)

Leikirnir karlamegin fara fram seint að kvöldi til virka daga vikunnar en töluvert fyrr um helgina. Það ætti því að vera auðveldara að fylgjast með síðustu leikjum keppninnar. Upplýsingar um karlamótið má nálgast með því að smella hér.