[sam_zone id=1]

KA enn ósigraðar í Mizunodeildinni

Álftanes og KA mættust í Mizunodeild kvenna í dag á Álftanesi. KA sigraði leikinn 1-3 (15-25, 17-25, 25-20, 24-26) eftir hörkuspennandi þriðju og fjórðu hrinu.

KA konur komu inn af krafti og sigruðu fyrstu tvær hrinurnar mjög örugglega 15-25 og 17-25. Allt leit út fyrir auðveldan 0-3 sigur hjá KA en Álftanes tók næstu hrinu 25-20 og síðasta hrinan var hörkuspennandi. Í fjórðu hrinu var Álftanes yfir 24-21 í lokin en KA náði að tryggja sigur í leiknum, 24-26, eftir frábæran sóknarleik hjá Helenu Gunnarsdóttur og Gígju Guðnadóttur.

Stigahæst í leiknum var Helena Kristín Gunnarsdóttir, leikmaður KA, með 25 stig, þar af 17 úr sókn, 7 beint úr uppgjöf og 1 úr hávörn. Á eftir henni var Paula Del Olmo, leikmaður KA, með 23 stig. Stigahæst í liði Álftaness var Sladjana Smiljanic með 18 stig, öll úr sókn.

KA er á toppi Mizunodeildarinnar með 20 stig eftir 7 leiki. Næsti leikur KA verður á móti Aftureldingu sem hafa einnig unnið alla sína leiki. Álftanes situr á botni deildarininnar með aðeins 3 stig eftir 6 leiki. Næsti leikur Álfaness verður á móti HK.