[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad með sigur í Svíþjóð

Hylte/Halmstad tók á móti liði Varnamo í gær í sænsku úrvalsdeildinni í blaki. Hylte/Halmstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni í deildinni.

Hylte/Halmstad fóru ekkert rosalega vel á stað í leiknum og voru gestirnir sprækir í byrjun leiks. Hrinan var þó jöfn en það voru þó gestirnir sem voru sterkari og unnu hrinuna 25-22.

Hylte/Halmstad komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og var greinilegt að þær voru tilbúnar í leikinn eftir lélega byrjun. Sóknarleikur liðsins var mun betri og þær settu einnig mikla pressu á gestina með góðum uppgjöfum. Þetta skilaði liðinu öruggum sigri í hrinuni 25-12.

Það var greinilegt að Hylte/Halmstad voru komnar með blóð á tennurnar því gestirnir áttu fá svör við leik gestanna í þessari hrinu. Hylte/Halmstad héldu áfram að þjarma að gestunum og unnu þær næstu tvær hrinur sannfærandi 25-15 og 25-16 og unnu þar með leikinn 3-1.

Sigurinn kemur Hylte/Halmstad upp í fimmta sætið en þær hafa unnið fjóra og tapað fjórum leikjum það sem af er tímabili.

Jóna Guðlaug kom lítið við sögu í leiknum hjá Hylte/Halmstad en hún kom einungis við sögu í fyrstu hrinu leiksins.

Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.