[sam_zone id=1]

Calais á toppnum eftir fyrri umferðina

Calais lék í gær gegn liði Rennes en fyrir leikinn var Calais í fyrsta sæti í sínum riðli á meðan að Rennes voru í neðsta sæti riðilsins.

Leikurinn var jafn til að byrja með en um miðja hrinuna komst Calais í gott forskot, Rennes gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn aðeins, það var þó of seint og sigraði Calais hrinuna 25-20

Önnur hrinan var svipuð og sú fyrsta þar sem liðin fylgdust að mest alla hrinuna. Calais náði aldrei að slíta sig frá liði Rennes sem voru að valda liðsmönnum Calais vandræðum þá aðalega með sterkum uppgjöfum. Hrinan var hnífjöfn en að lokum var það reynslan sem skilaði Calais sigri eftir upphækkun 26-24.

Þriðja hrinan var síðan mjög svipuð og önnur hrinan liðin fylgdust að alla leið þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hvort öðru. Það voru þó aftur Calais sem voru sterkari að lokum og unnu hrinuna með minnsta mun 25-23 og tryggðu sér þar með sterkan 3-0 sigur.

Calais náði því að bæta fyrir tapið um síðustu helgi í toppslagnum gegn Al Caudry með sigri í gær og eru þeir sem fyrr á toppi riðilsins með 16 stig.

Landsliðsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson var í byrjunarliði Calais í dag og átti hann mjög góðan leik fyrir Calais og skilaði mörgum stigum í sókn og hávörn í leiknum.

Nánari upplýsingar um leikinn og stöðuna í deildinni má sjá hér.