[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Scandicci byrjar meistaradeildina af krafti

Meistaradeild kvenna er farinn af stað og lauk annari umferð riðlakeppninnar í vikunni. Flest úrslit hafa verið eftir bókinni en þó hafa verið jafnir leikir og óvænt úrslit inn á milli.

Scandicci hefur unnið báða sýna leiki í B-riðli keppninnar en í fyrstu umferð unnu þær stórlið Vakifbank Istanbul sem hefur verið áskrifandi að Final 4 helginni undanfarin ár. Þær unnu síðan rússneska liðið Lokomotiv Kalingrad í vikunni.

Meistarar síðasta árs Novara hafa verið upp og niður í keppninni þær unnu fyrsta leik sinn örugglega 3-0 á heimavelli áður en þær töpuðu síðan fyrir þýska liðinu Stuttgart á útivelli.

Það er ein umferð eftir á þessu ári í meistardeildinni en fyrri umferðin klárast vikuna fyrir jól.

Úrslit vikunnar:

Riðill A
LP Salo – Eczasibasi Vitra Istanbul 0-3 (22-25, 10-25, 14-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczacibasi Vitra 16 stig, Nette Peit Salo 7 stig

Fenerbahce Opet Istanbul – Budowlani Lodz 3-0 (25-20, 25-12, 25-13)
Stigahæstar: Brankica Mihajlovic Fenerbahce 16 stig, Anastasiia Kraiduba Lodz 11 stig

Riðill B
Nova KBM Branik Maribor – Vakifbank Istanbul 0-3 (13-25, 17-25, 14-25)
Stigahæstar: Isabelle Haak Vakifbank 19 stig, Anita Sobocan Marirbor 9 stig

Savino Del Bene Scandicci – Lokomotiv Kalingrad Region 3-1 (26-24, 23-25, 26-24, 25-21)
Stigahæstar: Elena Pietrini Scandicci 24 stig, Ana Cleger Kalingrad 22 stig

Riðill C
Allianz MTV Stuttgart – Igor Gorgonzola Novara 3-1 (11-25, 25-20, 25-18, 25-23)
Stigahæstar: Krystal Rivers Stuttgart 28 stig, Megan Courtney Novara 17 stig

Khimik Yuzhni – LKS Commercecon Lodz 2-3 (25-23, 25-17, 20-25, 18-25, 8-15)
Stigahæstar: Katarina Lazovic Lodz 22 stig, Tetyana Kozlova Khimik 19 stig

Riðill D
CSM Volei Alba Blaj – A Carraro Imoco Conegliano 0-3 (22-25, 14-25, 22-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Conegliano 18 stig, Bianka Busa Alba Blaj 11 stig

Vasas Obuda Budapest – Nantes VB 0-3 (23-25, 22-25, 11-25)
Stigahæstar: Lindsey Vander Nantes 18 stig, Maria Kostelanska Budapest 12 stig

Riðill E
Maritza Plovdiv – Dinamo Moscow 1-3 (18-25, 25-22, 17-25, 17-25)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Dinamo 26 stig, Alexandra Holston Plovdiv 16 stig

Uralochka-NTMK Ekaterinburg – RC Cannes 2-3 (28-26, 14-25, 25-23, 16-25, 12-15)
Stigahæstar: Kseniia Parubets Ekaterinburg 27 stig, Nadiia Kodola Cannes 24 stig

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu má finna hér.