[sam_zone id=1]

Að venju eru spennandi blakleikir í boði í vikunni. Á miðvikudag tekur Afturelding á móti Álftanesi í Mizuno deild karla en Afturelding hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Afturelding er með 1 stig eftir 4 leiki en Álftanes með 9 stig eftir 5 leiki. Sama kvöld mun topplið HK fara norður og spila á móti KA sem er í 4. sæti deildarinnar.

Nokkrir leikir verða í Benecta deild kvenna. Má þar nefna leik Ýmis og UMFG í Grundarfirði n.k. fimmtudag. Ýmir og AftureldingX eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar eftir 5 sigurleiki það sem af er vetri.

Mán 11. nóv

Kl. 20:00  Ben kk     Hamar – HK B     Íþróttahúsið Hveragerði

Mið 13. nóv

Kl. 19:30  Ben kk     Þróttur V – Hamar     Íþróttahúsið Vogum

Kl. 20:00  Miz kk     Afturelding – Álftanes     Mosfellsbær

Kl. 20:15 Miz kk     KA – HK     KA-heimilið

Fim 14. nóv

Kl. 20:00  Ben kk     Fylkir – Afturelding B     Norðlingaskóli

Kl. 20:00 Ben kvk     UMFG – Ýmir     Íþróttahúsið Grundarfirði

Lau 16. nóv

Kl. 13:00 Ben kvk     BF – Vestri     Íþróttahúsið Siglufirði

Sun 17. nóv Kl. 13:00 Ben kvk     Völsungur – Vestri     Íþróttahöllin Húsavík

Fyrstu tveimur umferðum í Kjörísbikarnum lauk í síðastliðinni viku. Hjá konunum hafa Völsungur, Fylkir og KA Krákur komist áfram. Í þriðju umferð munu KA Krákur og Völsungur eigast við en Fylkir situr hjá.

Hjá körlunum hefur Þróttur Vogum og Hamar tryggt sig áfram.

Tímasetningar næstu leikja í Kjörísbikarnum hafa ekki verið auglýstar.