[sam_zone id=1]

Calais með öruggan sigur á heimavelli

Lið landsliðsmannsins Hafsteins Valdimarssonar tók á móti liði Charenton í kvöld. Um síðustu helgi tapaði Calais sínum fyrsta leik í deildinni á meðan Charenton sigraði sinn leik.

Leikurinn í dag byrjaði jafnt og voru bæði lið að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Það voru þó Calais sem voru betri þegar leið á hrinunna og með góðum uppgjöfum og sterkri hávörn vann liðið hrinuna nokkuð þægilega 25-18.

Önnur hrinan spilaðist mjög svipað og sú fyrsta þar sem Calais höfðu ávallt yfirhöndina en leikmenn Charenton voru þó aldrei langt á undan. Calais náði þó að slíta sig frá undir lokinn og unnu aðra hrinuna einnig 25-18.

Þriðja hrinan var sú öruggasta hjá Calais liðinu en það sást í byrjun að liðið ætlaði ekki að hleypa Charenton inn í leikinn. Calais var með gott tak á hrinunni allan tímann og sigraði hrinuna örugglega 25-15 og vann þar með leikinn 3-0.

Hafsteinn var í byrjunaliði Calais og lék allan leikinn á miðjunni, hann átti góðan leik og var mikil ógn bæði í hávörn og sóknarleik Calais liðsins.

Eftir úrslit umferðarinnar er Calais aftur komið á topp riðilsins með 12 stig en Al Caudry sem tapaði fyrir Avignon í kvöld er í öðru sæti með 10 stig en Calais mætir einmitt Al Caudry í næstu umferð.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má finna hér.